Færsluflokkur: Bloggar

Er þá ekki tilvalið að versla íslenskt

Dexoris er íslenskur tölvuleikjaframleiðandi sem framleiðir leiki fyrir iPhone. Fyrirtækið hefur framleitt tvo leiki, Peter und Vlad og Audio Puzzle fyrir iPhone.

Audio Puzzle var tilnefndur sem besti tónlistarleikur ársins 2009 fyrir iPhone af vefsíðunni 148Apps. Tilkynnt var um sigurvegara á Macworld sýningunni 11. febrúar 2010 og lenti leikurinn í öðru sæti.

 

Peter und Vlad er æsispennandi ævintýraleikur fyrir alla fjölskylduna sem fjallar um Sedov-bræðurna, smalann Pétur og uppfinningamanninn Valda, og baráttu þeirra við stjórnlausa uppfinningu. Leikurinn fékk góðar viðtökur en fleiri en 40 þúsund notendur hafa sótt leikinn frá upphafi og í október valdi Apple leikinn inn á listann What’s Hot í netverslun sinni.

 

Tónlistarvefsvæði

Í apríl 2010 setti Dexoris á laggirnar tónlistarsíðuna AudioPuzzle.com þar sem hægt er að finna upplýsingar um hljómsveitir og tónlistarmenn. Þar má meðal annars finna æviágrip, útgáfusögu, vinsælustu lög, spila lög frá YouTube, búa til spilunarlista (e. playlist), fylgjast með nýjasta tvíti frá twitter og fundið áþekka tónlistarmenn og tónlist. Einnig er boðið upp á að deila upplýsingunum á helstu félagsnetum (e. social networks), svo sem eins og Facebook, Twitter, MySpace og Digg.

 

Umfjöllun um leiki Dexoris á Maclantic


mbl.is iTunes í „App Store“ á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hressandi hljómsveit á hressandi vef

Listi yfir útgefið efni frá Trentemøller

AudioPuzzle.com

Gáfum út leikinn Audio Puzzle fyrir síðustu áramót. Leikurinn slóg í gegn og var valinn næst vinsælasti tónlistarleikur 2009 af einni virtustu síðu í bransanum.

Til að fylgja leiknum á eftir og búa í haginn fyrir fleiri leikjum af þessu tagi ákváðum við að búa til tónlistarvefsvæð. Tónlistarvefsvæðið heitir AudioPuzzle.com og er upplýsingasvæði og lendingarsíða fyrir þá tengla sem leikmenn deila á facebook og twitter.

Vefurinn er búinn að þróast ágætlega, en við eigum eftir að setja endanlegt útlit á hann, það má því líta á þetta sem frumtýpu.

Læt nokkra tengla fylgja með á uppáhalds hljómsveitirnar mínar:

Geri mér grein fyrir að smekkur minn er langt því frá að vera allra, en síðan bíður einnig upp á tónlist og upplýsingar helstu tónlistamanna samtímans, svo sem eins og:

 

- Dexoris


Peter und Vlad - Nokkur skjáskot

Hér má sjá nokkur skjáskot úr leiknum Pétri og Valda. Pétur er bóndi og Valdi er vísindamaður. Valdi vill hjálpa Pétri og bjó því til vél sem stýrir veðrinu. Einn galli er á gjöf Njarðar, vélin nærist á ull. Því fer hún út um víðan völl og sýgur kindurnar upp. Pétur þarf að bjarga sem flestum kindum inn í fjárhús áður en vélin sýgur þær upp.

 

Valmyndin

 

Loading skjárinn sýnir leiðbeiningar

 

Zen mode er fyrir þá sem vilja smala í rólegheitum án þess að þurfa að hafa áhyggjur af veðra vélinni

 

Pétur var að fá sér orkusvepp og hleypur um á tvöföldum hraða

 

Enn og aftur búinn að fá sér orkusvepp

 

Getur verð gott að taka hlé í miðjum klíðum

 

Veðravélin að draga kindur til sín

 

Náði ellefu kindum inn í einu og fæ bónus fyrir það

 

Hér er vélin orðin ansi hlaðin

 

Vélin er búin að breyta árstíðinni í vetur

 

"Panic" hnappurinn notaður til að bjarga kindunum inn áður en vélin náði til þeirra

 

Útlitið orðið ansi svart

 

Endalokin nálgast

 

Tölfræði úr leiknum

 

Vefsíða Péturs og Valda: http://peter-und-vlad.com

Vefsíða Dexoris: http://dexoris.com


Sprotafyrirtækið Dexoris

Við stofnuðum nokkrir félagarnir fyrirtæki í vor. Þetta fyrirtæki heitir Dexoris [http://dexoris.com/] og er ætlað að skrifa tölvuleiki og hugbúnað fyrir iPhone og iPod touch.

Nú er fyrsti leikurinn að verða tilbúinn og verður hann sendur í prófanir næsta föstudag.

Þetta er þjóðlegur leikur, en hann fjallar um að smala kindum. Leikurinn heitir Peter und Vlad [http://peter-und-vlad.com/].

Set inn myndir og nánari lýsingu þegar leikurinn kemur út.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband